Jón Haukur Sigurðsson
Er forstjóri og eigandi Löðurs. Hef mjög gaman að ferðast og er núna að fara í langt ferðalag til Mið og Suður Ameríku. Það hefur verið draumir minn í mörg ár að fara í bakpokaferðalag um þessar slóðir. Það er venjulega þannig að fólk fer svona ferðir þegar það er ungt 18-25 ára. En ég hafði ekki tækifæri þá. En aldur er bara oft huglægt mat. Svo nú er ég í huganum 25 ára en er í rauninni 58 ára.
Athugasemdir
Hæ Hæ.
Gaman að þér hafi tekist að setja myndir inn á síðuna þína. Þær gera þetta allt svo miklu meira lifandi.
Þú verður nú samt að halda þér við staðreyndir ha ? Ertu ekki bara að djóka þetta með hákarlana ? Að synda með hákörlum er nú bara eitthvað sem maður sér í svona náttúrulífsmyndum og svoleiðis. :-)
Hlakka til að lesa næstu færslur frá þér. Góða skemmtun.
kv. Pétur
Pétur (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 08:09
hæ hæ,
ég sá mynd af þér og brot úr færslu í Blaðinu í gær og varð að kíkja hérna inn :)
Gaman að gleyma sér í smástund yfir ævintýralegum frásögnum frá framandi löndum þegar rigningin og rokið hérna heima ætla að gera út af við mann!
Set síðuna inn í bloggrúnt dagsins hjá mér, hlakka til að heyra meira :)
kveðja, Erla Hlín frænka
Erla Hlín (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 09:11
hæ hæ
Ég sá þig líka í blaðinu,
þetta lottó hefur verið frekar fyndið að fylgjast með hahaha!
En hákarlarnir eru annað mál, ég skil ekki hvernig fólk getur þetta!
Haltu áfram að skemmta þér vel og okkur hérna heima með ferðasögum,
kveðjur frá fróni
Aþena, Maggi og Elías Breki
Aþena Mjöll (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.