6.2.2009 | 20:22
Salvador de Bahia
Hola allir,
Nu er ég búinn ad vera hérna i Salvador i 3 daga og skoda mig um, her er allt fullt af gomlum fallegum húsum og kirkjum út um allt hérna í gamla baenum, sem er mjog fallegur og skemmtilegur. Tetta er vist svartasta borgin í Braselíu, t.e. langflestir íbúarnir eru svartir, og víst ein sú haettulegasta. Svo ég er kominn heim á hótel um midnaetti. Er búinn ad fara í 6 geysilega fallegar kirkjur hérna og bydja fyrir tjódinni í hremmingum hennar og fjolskyldunni. Héna er nokkud mikid af ferdamonnum en vid erum eins og snjókorn í myrkri og stanslaust verid ad betla af okkur. Ef madur situr á kaffihúsi eda bar á gangstéttinni og er ad reykja, tá er alltaf verdid ad bydja mann um síkarettu, tad er ekki haegt ad hafa pakkann á bordinu. Hérna er líka mikid af gotubornum í miklum lorfum, svo alltaf ef madur bordar eitthvad og klárar ekki, tá bydur madur um ad fá restina í poka sem ég gef svo einhverjum stráknum. Tad týdir víst ekkert ad gefa teim pening, tví tad fer víst í lím eda eitthvad svipad til ad komast í vímu. Svona er lífid hjá teim fátaeku hérna og teir eru margir.
Ég reyni ad senda myndir í sér pósti.
Kvejda úr hitanum, sem er 35 gr.
Athugasemdir
Ég man einmitt þegar maður var búin að kveikja sér í sígó þá kom einhver og sníkti - ég gaf alltaf sígarettuna sem ég var að reykja.
Fátæktin er rosaleg þarna - svo erum við að tala um "kreppu". Annars voru götubörnin í Rio de Janero mér minnisstæðust.
Njóttu ferðarinnar og "farðu varlega"
Sigrún Óskars, 10.2.2009 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.