7.2.2009 | 13:25
Fyrsti og annar íslendingurinn !
Hola allir. Í gaer fór ég á rakarastofu til ad fá mér klippingu, tad er fjandi ótaegilegt ad vera lodinn hér í hitanum. Á rakarastofunni, sem var eldgomul, svona eins og á Íslandi fyrir 80 árum, var einn sem gat klippt med skaerum, hinir notudu svona hárklippur sem eru notadar á kindur. Og sá rakari taladi nokkud góda ensku, sem hann sagdist adeins hafa laert sjálfur. Hann spurdi mig hvadan ég vaeri og tá sagdi hann ad ég vaeri fyrsti íslendingurinn sem hann hefdi klippt. Hann klippti mig bara nokkud vel, kostadi 500 kr. Svo bad hann mig um ad skrifa nafnid mitt í gestabók sem hann var med, og á um 20 bladsídum voru nofn frá ollum heiminum, en ekki okkar.
Tar sem ég var annar íslendingurinn var í Ledicia, Colombíu, tegar ég fór í ferdina í índíánatorpid. Leidsogumadurinn sem seldi mér ferdina sagdi mér ad ég vaeri annar íslendingurinn sem hann hefdi haft. Svo tók hann upp tvaer stórar dagbaekur, og fór ad leita ad hinum. Eftir smástund fann hann hinn íslendinginn. Hann var Gudmundur H. Gudjónsson, sem fór í samskonar ferd med honum 21. nóv. 1992 og skrifadi vel um ferdina. Baekurnar voru fullar af gódum vitnisburdi um tessa ferd frá fólki hvadanaefa ad. Tad vaeri gaman ef einhver tekkir Gudmund ad skila kvedju til hans frá Daniel leidsogumanni.
Annars er tad tannig, ad ég er í flestum tilfellum fyrsti íslendingurinn, sem allir sem ég tala vid, hef hitt. Og allir hafa heyrt af krísunni heima. Og ég hef hitt 2 sem hafa komid til Íslands og voru afar hrifnir af landinu. Annar teirra ( Íri ) sem hefur ferdast mjog vída, sagdi ad landid okkar vaeri tad fallegasta sem hann hefdi heimsótt hingad til. Adios í bili.
Athugasemdir
Fyndið að allir viti af kreppunni, er ekki viss um að margir hér myndu kippa sér upp við kreppufréttir úr þessari heimsálfu, hvað þá muna í hvaða landi!
Aþena (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 14:56
Hæ
er búin að senda þrem guðmundum bloggslóðina þína með kveðjunni. vonandi færðu svar frá þeim.
kv
duna
duna (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 15:06
Teir sem spyrja mig um kreppuna a Islandi eru adrir ferdamenn, naer undantekningarlaust. Brassarnir vita ekkert, eg hef verid spurdur oftar en einu sinni hvort eg hafi komid fra Islandi med rutu, og flestir vita ekki einu sinnu hvar Island er.
Duna, tad vaeri gaman ad hitta a tann retta Gudmund.
Kv. Jon Haukur
Jón Haukur Sigurðsson, 13.2.2009 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.